Í gær lauk sumaropnun sýningarinnar Börn í 100 ár og verður opið í vetur eftir samkomulagi fyrir hópa. Opnað verður svo á auglýstum tímum í maí á næsta ári. Aðsóknin í sumar var framar öllum vonum, en um 2.500 manns hafa séð sýninguna frá því hún var opnuð 6. júní s.l. 

Einn fágætasti gripurinn á sýningunni Börn í 100 ár er Willisjeppi Jóhönnu Jóhannsdóttur ljósmóður. Nokkuð er um það að börn sem Jóhanna tók á móti komi á sýninguna og er nú verið að safna nöfnum þeirra í bók til minja um farsælan starfsferil þessarar merku konu. 

Það var handagangur í öskjunni í gær þegar verðlaun voru afhent til krakka sem hafa verið sérstaklega dugleg að lesa í sumar.

 

í sumar hefur Safnahús Borgarfjarðar bryddað upp á þeirri nýjung í starfi sínu að bjóða börnum á aldrinum 6-12 uppá verkefnið Sumarlestur sem er lestrarhvetjandi verkefni og ætlað að þjálfa færni barnanna í lestri. Nú er komið að Uppskeruhátíð sumarlesturs 2008 en hún verður haldin miðvikudaginn 20. ágúst kl.11. Boðið verður uppá veitingar, farið verður í leiki og tilkynnt hverjir hljóta vinning í happadrætti sumarlesturs. Ráðgert er að hátíðin standi yfir í klukkustund. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir

 

Föstudaginn 15.ágúst n.k. kl. 18.00 er gestum boðið í Safnahús í tilefni þess að Byggðasafni Borgarfjarðar verður afhent líkan af ms Eldborg til varðveislu.

Um 400 manns komu á ljósmyndasýningu Birtu Ránar Björgvinsdóttur, sem staðið hefur yfir í Safnahúsi undanfarnar vikur. Þetta er sérstaklega góð aðsókn og er mikil hvatning fyrir þennan unga listamann, en Birta er 16 ára gömul.

 

Starfsfólki í Safnahúsi er heiður af því að hafa fengið Birtu til að sýna myndirnar sínar í sumar og óskar henni til hamingju með þennan góða árangur.

Yfir 200 manns sóttu sýninguna "Börn í 100 ár" á sunnudaginn síðast liðinn þegar ókeypis var á safnið í tilefni af Safnadeginum. Boðið var upp á kaffi, rúsínur og kandís að gömlum sið. Þá sóttu hátt í 100 manns ljósmyndasýningu Birtu Ránar á  efri hæðinni og var listamaðurinn sjálf á svæðinu og leiðsagði gestum.  Það er gleðilegt að Íslendingar nýti sér þennan dag til að skoða það sem söfn landsins hafa upp á að bjóða.

Á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 13. júlí, verður ókeypis aðgangur að sýningunni Börn í 100 ár og leiðsögn um sýninguna á heila tímanum. 

 

Afar góð aðsókn hefur verið að þessari óvenjulegu sýningu, en hún er opin alla daga frá 13-18.  Sjá kort af Borgarnesi hér.

 

Nánari upplýsingar fást í Safnahúsi: 430 7200 eða 430 7207 (sími á sýningarvakt).

 

Í fyrsta skipti efnir Héraðsbókasafn Borgarfjarðar til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. 

 

Tímabil sumarlesturs er frá 10.júní - 10. ágúst.

 

Birta Rán Björgvinsdóttir heldur nú sína fyrstu ljósmyndasýningu, í  sal Safnahúsi Borgarfjarðar, en sýningin var opnuð 7. Júní og stendur til loka júlí.

 

Þema sýningarinnar er  SJÁLFSMYND UNGLINGS, en Birta Rán er aðeins 16 ára gömul og nýútskrifuð úr 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi.