Birta Rán Björgvinsdóttir heldur nú sína fyrstu ljósmyndasýningu, í  sal Safnahúsi Borgarfjarðar, en sýningin var opnuð 7. Júní og stendur til loka júlí.

 

Þema sýningarinnar er  SJÁLFSMYND UNGLINGS, en Birta Rán er aðeins 16 ára gömul og nýútskrifuð úr 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi.

Sýningin Börn í 100 ár hefur nú verið opnuð í Safnahúsi og verður opin alla daga í sumar frá kl. 13–18.

 

Þar má sjá sögu barna á Íslandi síðustu 100 árin, í skemmtilegu samhengi við gamla muni frá sama tímabili.