Safnfræðsla

Eitt megin markmið menningarstefnu Borgarbyggðar er að efla menningarvitund með fræðslu hvers konar.  Safnahús leggur sitt af mörkum með því að vanda til um móttöku skóla- og frístundahópa og koma árlega margir slíkir á söfnin. Eru þetta öll skólastig, frá leikskóla- og upp í háskóla, auk almennra hópa s.s. vinahópa og félagasamtök.

Frásögn er hagað eftir hópnum hverju sinni og aldrei eru vandræði að finna viðfangsefni eða nálgun, því borgfirsk saga er uppfull af afreksfólki sem á einn eða annan hátt er frásagnarvert. 

Einnig hefur hönnun Snorra Freys Hilmarssonar á sýningunum Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna vakið mikla athygli, en hún er djúphugsuð og á erindi við alla. 
Þannig vinnur menningin með listinni sem er einnig hluti af menningunni.

Hér ofar má sjá nokkrar myndir af hópum sem komið hafa í húsið að undanförnu og vill starfsfólk Safnahúss nota tækifærið til að þakka leiðbeinendum og leiðangursstjórum fyrir gott og gefandi samstarf um heimsóknirnar það sem af er ári.