Einn fágætasti gripurinn á sýningunni Börn í 100 ár er Willisjeppi Jóhönnu Jóhannsdóttur ljósmóður. Nokkuð er um það að börn sem Jóhanna tók á móti komi á sýninguna og er nú verið að safna nöfnum þeirra í bók til minja um farsælan starfsferil þessarar merku konu.