Sýning í Safnahúsi Borgarfjarðar um smalamennskur og réttir í Borgarbyggð í gegnum árin og mannlífið í kringum réttir.

 

Sauðkindin og tilfinningar til hennar stenda margri mannkindinni nokkuð nærri.

Sýning þessi er  örsýning sem blásið var til með skömmum fyrirvara og er ætlað að veita innsýn inn í þá uppskeruhátíð sem réttir eru fyrir sauðfjárbændur og þeirra fólk, þegar fé kemur af afrétt. Hugmyndin með sýningunni er að varpa upp því sem fram fer í réttum, mannlífi og landslagi með sauðfé í forgrunni. Kallað var eftir myndum frá íbúum Borgarbyggðar og máttu allir senda inn myndir bæði gamlar og nýjar sem á næstu dögum munu prýða veggi Safnahússins. Auk þessa var dregið fram efni af byggðar- og skjalasafninu af skjölum og munum sem tengjast þessum tíma. Héraðsbókasafnið sem líka er hluti af Safnahúsinu tekur einnig þátt í sýningunni og næstu vikurnar verður því sértök áhersla á að kynna bækur og tímarit um sauðfé og sauðfjárrækt sem og gamlar markskrár verða til sýnis á bókasafninu. Sýningin opnar um miðjan september og verður aðgengileg út október.