í sumar hefur Safnahús Borgarfjarðar bryddað upp á þeirri nýjung í starfi sínu að bjóða börnum á aldrinum 6-12 uppá verkefnið Sumarlestur sem er lestrarhvetjandi verkefni og ætlað að þjálfa færni barnanna í lestri. Nú er komið að Uppskeruhátíð sumarlesturs 2008 en hún verður haldin miðvikudaginn 20. ágúst kl.11. Boðið verður uppá veitingar, farið verður í leiki og tilkynnt hverjir hljóta vinning í happadrætti sumarlesturs. Ráðgert er að hátíðin standi yfir í klukkustund. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed