Listasafn Borgarness var stofnað í tilefni af gjöf Hallsteins Sveinssonar (frá Eskiholti) til íbúa Borgarness, árið 1971. Hann gaf í upphafi 100 listaverk og bætti svo við þá tölu með árunum ásamt því að hann gaf rausnarlegar peningagjafir til safnsins, sem hefur dafnað og vaxið síðan. Í dag teljast listaverk safnsins vera um sjö hundruð.

Árið 2009 var listasalur Safnahúss nefndur Hallsteinssalur í minningu þessa velgjörðarmanns.

Verk úr eigu listasafnsins hanga uppi á opinberum stofnunum í Borgarnesi, en verk úr því eru einnig reglulega sýnd í Hallsteinssal auk þess sem unnið er með þau í safnfræðslu.

Meðfylgjandi mynd er tekin af Hallsteini árið 1988. Birt með góðfúslegu leyfi ljósmyndarans, Þorfinns Sigurgeirssonar.