Um 400 manns komu á ljósmyndasýningu Birtu Ránar Björgvinsdóttur, sem staðið hefur yfir í Safnahúsi undanfarnar vikur. Þetta er sérstaklega góð aðsókn og er mikil hvatning fyrir þennan unga listamann, en Birta er 16 ára gömul.

 

Starfsfólki í Safnahúsi er heiður af því að hafa fengið Birtu til að sýna myndirnar sínar í sumar og óskar henni til hamingju með þennan góða árangur.

Vel hefur gengið með sýningar á vegum Listasafns Borgarness það sem af er ári, en safnið er eitt þeirra fimm safna sem tilheyra Safnahúsi. Í maímánuði var opnuð sýning á verkum Guðmundar Sigurðssonar fyrrv. skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi og tókst hún afar vel. Í Janúarmánuði var sýning Bjarna Helgasonar á videomyndverkum, en Bjarni er ungur hönnuður ættaður úr Borgarfirði.

 

Næsta verkefni er sýning á myndskreytingum úr barnabókum, verðlaunuð farandsýning sem verður opnuð föstudaginn 15. ágúst n.k. kl. 18.00.

 

Ljósmynd með frétt: Birta Rán Björgvinsdóttir – sjálfsmynd.

Categories:

Tags:

Comments are closed