Yfir 200 manns sóttu sýninguna "Börn í 100 ár" á sunnudaginn síðast liðinn þegar ókeypis var á safnið í tilefni af Safnadeginum. Boðið var upp á kaffi, rúsínur og kandís að gömlum sið. Þá sóttu hátt í 100 manns ljósmyndasýningu Birtu Ránar á  efri hæðinni og var listamaðurinn sjálf á svæðinu og leiðsagði gestum.  Það er gleðilegt að Íslendingar nýti sér þennan dag til að skoða það sem söfn landsins hafa upp á að bjóða.