Í Safnahúsi er vel tekið á móti skólahópum og er þá gjarnan með eitt fræðandi innlegg fyrir utan fróðleik um sýningarnar sjálfar (Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna). Gjarnan er þá sagt frá merkum einstaklingi sem hægt er með e-u móti að tengja við sögu lands og þjóðar eða skapandi greinar. Dæmi: Guðrún Jónsdóttir vinnukona á Húsafelli (1861-1957) eða Þórður blindi á Mófellsstöðum (1874-1962). Einnig er boðið upp á fræðslu á bókmenntasviði fyrir eldri nemendur og þá gjarnan tengt skáldi úr Borgarfirði s.s. Guðmundi Böðvarssyni (1904-1974).
Við mótttöku skólahópa er gott að hafa eftirfarandi í huga:
- Að helst séu ekki fleiri en 15 krakkar í hópi (fer þó eftir aldri og samsetningu hóps).
- Að látið sé vita fyrirfram ef einhver í hópnum á við e-konar fötlun að stríða.
- Hópar þurfa að lágmarki 30 mínútur – helst 45 mín.
- Gott er fyrir okkur að vita hvort fjallað hafi verið nýlega um efni skylt heimsókninni í kennslu, s.s. fugla eða lífið áður fyrr.
- Í Safnahúsi eru ekki margar snyrtingar og því æskilegt að búið sé að koma við áður einhversstaðar þar sem betri aðstaða er fyrir hendi svo ekki þurfi að tefja hópinn.
- Nemendur fara úr skóm við komu og geta lagt frá sér yfirhafnir ef þess er þörf.
- Ekki er tekið gjald af skólanemendum sem heimsækja safnið í skipulögðum námsferðum.
Fyrir utan safnfræðslu á sýningum er boðið upp á PP kynningar (15-25 mín) fyrir hópa (allur aldur), m.a. um eftirfarandi efni:
- Hallsteinn Sveinsson (1903-1995) og myndlistin í lífi hans
- Stríðsárin í Borgarnesi
- Þórður Jónsson, listasmiðurinn blindi á Mófellsstöðum
- Guðrún á Húsafelli, Muggur (Guðm. Thorsteinsson) og Dimmalimm
- Guðmundur Böðvarsson og náttúran í ljóðum hans.
Einnig er boðið upp á ýmis konar fræðslu um svipuð efni fyrir fullorðna skv. samkomulagi.
Frekari upplýsingar fást með því að senda okkur tölvupóst: safnahus@safnahus.is eða hringja: 433 7200.