Í Safnahúsi er vel tekið á móti skólahópum. Einnig er í boði að nýta húsnæðið og aðstöðuna fyrir skólahópa úr dreifbýlinu, í fylgd kennara, sem þurfa að bíða eftir þjónustu eða tímum í Borgarnesi utan hefðbundins opnunartíma hússins.

Frekari upplýsingar fást með því að senda okkur tölvupóst:  safnahus@safnahus.is eða hringja: 433 7200.