Um 400 manns komu á ljósmyndasýningu Birtu Ránar Björgvinsdóttur, sem staðið hefur yfir í Safnahúsi undanfarnar vikur. Þetta er sérstaklega góð aðsókn og er mikil hvatning fyrir þennan unga listamann, en Birta er 16 ára gömul.

 

Starfsfólki í Safnahúsi er heiður af því að hafa fengið Birtu til að sýna myndirnar sínar í sumar og óskar henni til hamingju með þennan góða árangur.