Föstudaginn 15.ágúst n.k. kl. 18.00 er gestum boðið í Safnahús í tilefni þess að Byggðasafni Borgarfjarðar verður afhent líkan af ms Eldborg til varðveislu.

Eldborgin var gerð út frá Borgarnesi í meira en tvo áratugi og á sér því mikilvægan sess í atvinnusögu héraðsins.  Það er Sigvaldi Arason í Borgarnesi sem hefur haft frumkvæði að kaupa líkanið, með stuðningi ýmissa aðila í héraði og í samvinnu við Gunnar Ólafsson fyrrv. skipstjóra á Eldborginni.

 

Sama dag verður opnuð á efri hæð Safnahúss sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum.

 

Sýningin nefnist „Þetta vilja börnin sjá!” og er farandsýning sem er nýkomin frá Akureyri. Þar er hægt að sjá myndskreytingar hátt í 20 listamanna á barnabókum sem komu út árið 2007 og voru tilnefndar til Dimmalimm verðlaunanna sem veitt eru á hverju ári.

 

Athöfnin verður á neðri hæð hússins, í sal Barnasýningar. Léttar veitingar verða á staðnum. 

 

Allir velkomnir

 

Borgarbyggð og starfsfólk Safnahúss

 

Categories:

Tags:

Comments are closed