Hópamóttaka
Í Safnahúsi er vel tekið á móti hópum og geta allt að 100 manns komið á sýningar í einu þótt mælt sé með fámennari hópum, algengast er að fjöldinni sé 20-50 manns. Mikilvægt er að látið sé vita um hópa fyrirfram svo móttakan verði eins og best verður á kosið.
Alltaf er tekið á móti hópum með leiðsögn.
Aðgengi að sýningum hússins er gott, lyfta er í húsinu og gott aðgengi fyrir hjólastóla bæði á sýningar og snyrtingar.
Grunnsýningar hússins eru á neðri hæð hússins og eru tvær: Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna (sjá nánar á heimasíðu). Báðar henta vel fyrir alla aldurshópa og þjóðerni.
Einnig eru á efri hæð hússins minni sýningar byggðar á borgfirskum menningararfi og/eða listsýningar fólk hvatt til að kynna sér hvaða sýningar eru uppi hverju sinni.
Gott er að hafa aðgangseyrinn í heild tilbúinn þegar komið er á staðinn svo ekki þurfi að tefja hópinn við að gera upp.
Afsláttur er veittur fyrir hópa, sjá nánar í gjaldskrá.
Í Safnahúsi eru bara tvær snyrtingar svo gott væri ef búið er að hafa kaffistopp e-staðar þar sem betri hreinlætisaðstaða er fyrir hendi.
Vinsamlegast látið vita ef breyting verður á áætluðum komutíma.
Veitum fúslega frekari upplýsingar sé þeirra þörf.
Verið hjartanlega velkomin!
Starfsfólk Safnahúss
safnahus@safnahus.is – 433 7200