Opnunartími um jól og áramót í Safnahúsi Borgarfjarðar er eftirfarandi:
24. des.- 26. des. Lokað
31. des.- 1. jan. Lokað
Frá og með 19. desember verður kvöldopnun á þriðjudögum og fimmtudögum felld niður.
Afgreiðslutími á árinu 2009 verður því frá 13-18 alla virka daga.
Bestu jóla- og nýársóskir
með þökk fyrir árið sem er að líða,
Starfsfólk
Í tilefni útgáfu þriðju frumsömdu barnabókar Kristínar Thorlacius, stendur Safnahús Borgarfjarðar fyrir dagskrá tileinkaðri Kristínu þann 9. desember kl. 20:00.
Grunnskólabörn munu lesa upp úr nýju bókinni, Saga um stelpu, sem og úr eldri bókum, frumsömdum og þýddum, en Kristín hefur verið mjög afkastamikill þýðandi ýmissa bóka.
Kertaljós verða tendruð og jólalög sungin.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Mynd: Guðrún Jónsdóttir |
Frá ljóðasýningunni í fyrra |
Vefurinn Skjaladagur.is
hefur verið opnaður í tilefni norræna skjaladagsins sem verður 8. nóv. n.k. Áhugaverð slóð fyrir þá sem hafa gaman af sögulegum fróðleik.
Tilgangur norræna skjaladagsins er að kynna starfsemi skjalasafnanna í landinu og leggja jafnframt áherslu á sameiginlega þætti í sögu Norðurlandanna. Að þessu sinni er þemað "gleymdir atburðir". Hugsunin er m.a. sú að rifja upp atburði í sögu þjóðarinnar sem ekki eru í hávegum hafðir þessa stundina eða hafa þokað nokkuð til hliðar.
Steinunn Steinarsdóttir opnar sína fyrstu málverkasýningu í Safnahúsinu föstudaginn 3.október kl.16:00. Steinunn hefur teiknað og málað frá barnæsku og lengi dreymt um að halda sýningu sem þessa. Það er eitt af markmiðum menningarstefnu Borgarbyggðar að gefa ungum listamönnum í héraði tækifæri á slíku.