Á árinu 2008 komu alls 9.255 gestir í Safnahús og er það um 21 % aukning frá árinu 2007.  Af þessum fjölda komu langflestir á bókasafnið, eða 6.214 gestir.

 

Opnunartími um jól og áramót í Safnahúsi Borgarfjarðar er eftirfarandi:

 

24. des.- 26. des. Lokað

31. des.- 1. jan. Lokað

 

 

 

 

Frá og með 19. desember verður kvöldopnun á þriðjudögum og fimmtudögum felld niður.

 

Afgreiðslutími á árinu 2009 verður því frá 13-18 alla virka daga.

 

Bestu jóla- og nýársóskir

með þökk fyrir árið sem er að líða,

Starfsfólk

 

 

Aðventukvöld Safnahússins var haldið við kertaljós 9. desember þótt úti geysaði stormur. Þrjú ungmenni lásu upp úr frumsömdum og þýddum bókum Kristínar og tókst þeim öllum vel til. Sjálf var Kristín ánægð með kvöldið og þáði blómvönd að dagskrá lokinni.

Í tilefni útgáfu þriðju frumsömdu barnabókar Kristínar Thorlacius, stendur Safnahús Borgarfjarðar fyrir dagskrá tileinkaðri Kristínu þann 9. desember kl. 20:00.

 

Grunnskólabörn munu lesa upp úr nýju bókinni, Saga um stelpu, sem og úr eldri bókum, frumsömdum og þýddum, en Kristín hefur verið mjög afkastamikill þýðandi ýmissa bóka.

Kertaljós verða tendruð og jólalög  sungin.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

 

                                           

Mynd: Guðrún Jónsdóttir
Það var líf og fjör í Safnahúsi Borgarfjarðar síðastliðinn föstudag, þegar hin árlega ljóðasýning fimmtu bekkja í grunnskólunum í nágrenninu var formlega opnuð.  Í upphafi dagskrár minntist Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður skáldkonunnar Júlíönu Jónsdóttur og las tvö kvæða hennar, en fleiri kvæði Júlíönu og fróðleikur um hana hefur verið komið upp á vegg í Safnahúsinu af þessu tilefni.  Að lokinni kynningunni á Júlíönu, tóku leik-konur Safnahúss þær Gréta Sigríður og Elín Elísabet Einarsdætur við stjórnartaumunum og stjórnuðu leikjadagskrá sem hófst á spurningakeppni þar sem fulltrúar skólanna tóku þátt.  Að þeirri keppni lokinni, var efnt til fjölmennrar limbókeppni þar sem gestir sýndu fimi sína.  Í lokin var svo boðið uppá hressandi veitingar.

Frá ljóðasýningunni í fyrra
Þann 14. nóvember  n.k  verður í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóv. opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar ljóðasýning nemenda fimmtu bekkja í grunnskólunum í nágrenninu.  Þetta er í fjórða sinn sem Safnahús fer þess á leit við kennara fimmtu bekkja að þeir leggi nemendum sínum fyrir það verkefni að yrkja ljóð og jafnvel myndskreyta það.  Afraksturinn verður svo til sýnis í sal listasafns í Safnahúsinu fram að jólum. 

 

Vefurinn Skjaladagur.is

hefur verið opnaður í tilefni norræna skjaladagsins sem verður 8. nóv.  n.k. Áhugaverð slóð fyrir þá sem hafa gaman af sögulegum fróðleik.

Tilgangur norræna skjaladagsins er  að kynna starfsemi skjalasafnanna í landinu og leggja jafnframt áherslu á sameiginlega þætti í sögu Norðurlandanna. Að þessu sinni er þemað "gleymdir atburðir". Hugsunin er m.a. sú að rifja upp atburði í sögu þjóðarinnar sem ekki eru í hávegum hafðir þessa stundina eða hafa þokað nokkuð til hliðar.

 

Síðast liðinn föstudag opnaði Steinunn Steinarsdóttir sýningu sína í Safnahúsinu og einnig hylltu Borgnesingar sauðkindina á laugardaginn og var sýningin "Börn í 100 ár" opin af því tilefni.

 Steinunn Steinarsdóttir opnar sína fyrstu málverkasýningu í Safnahúsinu föstudaginn 3.október kl.16:00. Steinunn hefur teiknað og málað frá barnæsku og lengi dreymt um að halda sýningu sem þessa. Það er eitt af markmiðum menningarstefnu Borgarbyggðar að gefa ungum listamönnum í héraði tækifæri á slíku.

Nú tekur við ný árstíð, haustið, með sínum fögru litum. Óhætt er að mæla með því við fólk að gera sér ferð niður í Skallagrímsgarð en hann er einstaklega fagur á að líta þessa dagana.