Aðventukvöld Safnahússins var haldið við kertaljós 9. desember þótt úti geysaði stormur. Þrjú ungmenni lásu upp úr frumsömdum og þýddum bókum Kristínar og tókst þeim öllum vel til. Sjálf var Kristín ánægð með kvöldið og þáði blómvönd að dagskrá lokinni.