Nú tekur við ný árstíð, haustið, með sínum fögru litum. Óhætt er að mæla með því við fólk að gera sér ferð niður í Skallagrímsgarð en hann er einstaklega fagur á að líta þessa dagana.

Myndin er frá því að vígt var nýtt svið í Skallagrímsgarði á þjóðhátíðardaginn í sumar. Lengst til vinstri á myndinni er Guðrún Jónsdóttir menningarfulltrúi. Það voru tvær sex ára stúlkur, þær Þórunn Birta Þórðardóttir og Íris Hlíf Stefánsdóttir, sem héldu í fánaborðann sem  formaður Kvenfélags Borgarness, Herdís Guðmundsdóttir,  klippti á. Þess má geta að Þórunn Birta er barnabarn Steinunnar Pálsdóttur umsjónamanns garðsins og Íris er langömmubarn Geirlaugar Jónsdóttur sem var einn ötulasti frumkvöðull í stofnun garðsins á sínum tíma.  Á myndinni er einnig Páll Brynjarsson sveitarstjóri.

 Nýja sviðið er sannkölluð prýði í garðinum. Það er hannað af Ómari Péturssyni og var smíðað af mönnum Ólafs Axelssonar. Vegghleðsla í forgrunni er hlaðin af Unnsteini Elíassyni.

Ljósmynd: Geirlaug Jóhannsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed