Mynd: Guðrún Jónsdóttir
Það var líf og fjör í Safnahúsi Borgarfjarðar síðastliðinn föstudag, þegar hin árlega ljóðasýning fimmtu bekkja í grunnskólunum í nágrenninu var formlega opnuð.  Í upphafi dagskrár minntist Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður skáldkonunnar Júlíönu Jónsdóttur og las tvö kvæða hennar, en fleiri kvæði Júlíönu og fróðleikur um hana hefur verið komið upp á vegg í Safnahúsinu af þessu tilefni.  Að lokinni kynningunni á Júlíönu, tóku leik-konur Safnahúss þær Gréta Sigríður og Elín Elísabet Einarsdætur við stjórnartaumunum og stjórnuðu leikjadagskrá sem hófst á spurningakeppni þar sem fulltrúar skólanna tóku þátt.  Að þeirri keppni lokinni, var efnt til fjölmennrar limbókeppni þar sem gestir sýndu fimi sína.  Í lokin var svo boðið uppá hressandi veitingar.

Um leið og gestum er kærlega þakkað fyrir komuna á föstudaginn er þeim, sem ekki áttu heimangegnt, bent á að gefst enn kostur á að sjá sýninguna nemenda því sýningin mun standa uppi í sal listasafns næstu vikurnar.   

 

Hér eru nokkrar fleiri myndir sem Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss tók.

 

                                              

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed