Frá ljóðasýningunni í fyrra
Þann 14. nóvember  n.k  verður í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóv. opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar ljóðasýning nemenda fimmtu bekkja í grunnskólunum í nágrenninu.  Þetta er í fjórða sinn sem Safnahús fer þess á leit við kennara fimmtu bekkja að þeir leggi nemendum sínum fyrir það verkefni að yrkja ljóð og jafnvel myndskreyta það.  Afraksturinn verður svo til sýnis í sal listasafns í Safnahúsinu fram að jólum.