Aðventukvöld Safnahússins var haldið við kertaljós 9. desember þótt úti geysaði stormur. Þrjú ungmenni lásu upp úr frumsömdum og þýddum bókum Kristínar og tókst þeim öllum vel til. Sjálf var Kristín ánægð með kvöldið og þáði blómvönd að dagskrá lokinni.

 Upplesarar voru Alexander Gabríel Guðfinnsson, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Rögnvaldur Finnbogason sem er barnabarn Kristínar. Mæting var ágæt þó alltaf megi gera betur. Gestir tóku lagið með starfsfólki Safnahúss þar sem meðal annars var frumflutt nýr jólatexti Kristínar við enskt jólalag. Kakó og piparkökur voru svo í boði að lokum.

Categories:

Tags:

Comments are closed