Steinunn Steinarsdóttir opnar sína fyrstu málverkasýningu í Safnahúsinu föstudaginn 3.október kl.16:00. Steinunn hefur teiknað og málað frá barnæsku og lengi dreymt um að halda sýningu sem þessa. Það er eitt af markmiðum menningarstefnu Borgarbyggðar að gefa ungum listamönnum í héraði tækifæri á slíku.