Síðast liðinn föstudag opnaði Steinunn Steinarsdóttir sýningu sína í Safnahúsinu og einnig hylltu Borgnesingar sauðkindina á laugardaginn og var sýningin “Börn í 100 ár” opin af því tilefni.

Töluvert af fólki lagði leið sína hingað á ferð sinni um bæinn og hafði vonandi gaman af. 

 

Hæfileikar þessa unga listamanns vöktu almenna ánægju þeirra rúmlega 50 sýningargesta sem mættu á opnunina. Og þrátt fyrir krepputal, var sala á verkum ansi góð.

 

Ljósmynd: Steinunn Steinarsdóttir í sýningarsalnum. Ljósmyndari: Sigrún Elíasdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed