Símanúmeri Safnahúss hefur verið breytt og í stað 430 7200 er komið 433 7200.  Gamla númerið virkar þó áfram um sinn á meðan breytingin er að festast í sessi. 

Dagana 28.-31. janúar (þri./mi./fi./fö.) verður bókasafnið lokað vegna framkvæmda. Opn aftur mánudaginn 3. febrúar.  Við biðjum okkar góðu gesti velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og tökum fram að lokunin nær ekki til starfsemi skjalasafns eða sýninga hússins.  Ennfremur má nota bókalúgu til að skila bókum.

 

Gestir sem skoðuðu sýningar Safnahúss á árinu 2013 voru tæplega 60 prósent fleiri en á árinu áður og er það afar ánægjuleg þróun. Heimsóknum á skjalasafn fjölgaði einnig nokkuð en aðsókn að bókasafninu varð lítið eitt minni en árið 2012. 

 

Alls komu um 11 þúsund gestir í Safnahús á árinu 2013 og er það um 9 prósenta aukning miðað við árið 2012.

Opið er á Þorláksmessu og því næst föstudaginn 27. des. og mánudaginn 30. des. Fyrsti opnunardagur eftir áramótin verður mánudaginn 2. janúar.  Afgreiðslurími bókasafns er 13.00 - 18.00.

 

 

 

Starfsfólk Safnahúss sendir öllum velunnurum safnanna bestu hátíðaróskir með þökk fyrir ánægjuleg og gefandi samskipti á árinu.

Horfðu á sumarsól um dalinn,

sjáðu glitra vetrarhjarn,

blómum klæðist kalinn balinn;

krjúptu í lotning, jarðarbarn.

Heilladísir haldi vörðinn,

hretin lægi, þorni tár.

Blessi drottinn Borgarfjörðinn

og börnin hans í þúsund ár.

 

Þannig hljómar lokaerindið í ljóðinu Borgarfjörður eftir  Guðmund Björnsson sýslumann en í dag eru liðin 140 ár frá fæðingu hans.  Ljóðið er að finna í einu ljóðabók Guðmundar er nefnist Ljóðmæli og kom út árið 1925.

Guðmundur Björnsson fæddist og ólst upp á bænum Svarfhóli í Stafholtstungum sonur Björns Ásmundssonar og Þuríðar Jónsdóttur konu hans.

Safnahús tekur þátt í dagskrá Aðventurölts í Borgarnesi þann 6. desember næstkomandi. Aukaopnun verður frá 18.00 - 23.00 þetta kvöld, bókasafnið verður opið með fullri þjónustu,

ókeypis verður á sýningar og heitt súkkulaði og piparkökur verða á boðstólum. Tímasett dagskrá er sem hér segir:  

 

18.00  Nemendur Tónlistarskólans leika.

20.00  Helena Guttormsdóttir myndlistarkona

           veitir leiðsögn um sýninguna um Hallstein.

22.00  Sagt frá sérstökum safngripum og skjölum (Guðrún Jónsdóttir og Jóhanna Skúladóttir).

 

Verið velkomin!

 

Í tilefni norræna skjaladagsins laugardaginn 9. nóvember er opnaður vefurinn www.skjaladagur.is. Það eru Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasöfnin í landinu sem standa að vefnum og er þema hans að þessu sinni „Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna“. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar sýnir þar bréf sem Steinunn Stefánsdóttir (1855-1942) í Fíflholtum Hraunhreppi skrifar systur sinni, Ingveldi Stefánsdóttur í Vesturheimi. Í bréfinu segir Steinunn frá gleði og sorgum.  Á skjaladagsvefnum má einnig fræðast um skjaladaginn sjálfan og skjalasöfnin sem að honum standa. Þar er einnig dagskrá um atburði sem söfnin standa fyrir í tilefni dagsins. Á skjaladaginn, verður brugðið upp á vefnum laufléttri getraun úr efni vefjarins og eru verðlaun í boði fyrir rétta úrlausn.

 

Sagnakvöld Safnahúss verður að þessu sinni haldið miðvikudagskvöldið 13. nóvember. Í ár verður lesið upp úr tveimur bókum sem báðar tengjast Andakílnum.

 

Önnur er bókin Frá hestum til hestafla eftir Bjarna Guðmundsson safnamann á Hvanneyri (útg. Uppheimar) og hin er bók Braga Þórðarsonar um Snorra Hjálmarsson bónda og söngvara á Fossum í Andakíl (útg. Salka).   

Ásamt upplestrinum verður viðhafður söngur og létt spjall. 

 

Að venju verður heitt á könnunni og meðlæti að lokinni dagskrá.

 

 

 

  

Sagnakvöld Safnahúss hafa notið mikilla vinsælda, en þar er gjarnan tekið fyrir sýnishorn af útkomnu efni sem hverju sinni er efst á baugi og tengist Borgarfjarðarhéraði.  

 

 

Dagskráin verður á neðri hæð Safnahúss, í sal sýningarinnar Börn í 100 ár.  Að lokinni dagskrá verður gestum boðið að skoða þá sýningu auk Ævintýri fuglanna og sýningarinnar um Hallstein Sveinsson. 

Margrét Sigríður Einarsdóttir skáldkona var fædd þann 14.október árið 1893, næstelst af sex börnum hjónanna Einars Hjálmssonar og Málfríðar K. Björnsdóttur sem bjuggu fyrst í Hlöðutúni í Stafholtstungum en síðar í Munaðarnesi í sömu sveit en við þann bæ kenndi Sigríður sig jafnan. 

Sigríður stundaði ýmis störf, var meðal annars sýsluskrifari á Patreksfirði og í Borgarnesi og starfaði einnig um tíma í Sparisjóði Mýrasýslu. Síðar flutti hún til Reykjavíkur og starfaði lengst sem safnvörður á Þjóðminasafni Íslands en sinnti þó ýmsum öðrum fjölbreyttum störfum.  Ljóðabækur hennar urðu alls fjórar talsins, sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1930 og bar heitið Kveður í runni.