Í tilefni norræna skjaladagsins laugardaginn 9. nóvember er opnaður vefurinn www.skjaladagur.is. Það eru Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasöfnin í landinu sem standa að vefnum og er þema hans að þessu sinni „Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna“. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar sýnir þar bréf sem Steinunn Stefánsdóttir (1855-1942) í Fíflholtum Hraunhreppi skrifar systur sinni, Ingveldi Stefánsdóttur í Vesturheimi. Í bréfinu segir Steinunn frá gleði og sorgum.  Á skjaladagsvefnum má einnig fræðast um skjaladaginn sjálfan og skjalasöfnin sem að honum standa. Þar er einnig dagskrá um atburði sem söfnin standa fyrir í tilefni dagsins. Á skjaladaginn, verður brugðið upp á vefnum laufléttri getraun úr efni vefjarins og eru verðlaun í boði fyrir rétta úrlausn.

 

Ennfremur mun Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar sýna skjöl og myndir sem tengjast Ólafi Guðmundssyni tómthúsmanni og fjölskyldu hans sem byggðu sér húsið Dalbrún nú Gunnlaugsgötu 16 Borgarnesi rétt fyrir aldamótin 1900. Sýningin verður opnuð föstudaginn 8. nóvember kl. 13 og mun standa alla virka daga frá kl. 13-18 til loka nóvember.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed