Sagnakvöld Safnahúss verður að þessu sinni haldið miðvikudagskvöldið 13. nóvember. Í ár verður lesið upp úr tveimur bókum sem báðar tengjast Andakílnum.

 

Önnur er bókin Frá hestum til hestafla eftir Bjarna Guðmundsson safnamann á Hvanneyri (útg. Uppheimar) og hin er bók Braga Þórðarsonar um Snorra Hjálmarsson bónda og söngvara á Fossum í Andakíl (útg. Salka).   

Ásamt upplestrinum verður viðhafður söngur og létt spjall. 

 

Að venju verður heitt á könnunni og meðlæti að lokinni dagskrá.

 

 

 

  

Sagnakvöld Safnahúss hafa notið mikilla vinsælda, en þar er gjarnan tekið fyrir sýnishorn af útkomnu efni sem hverju sinni er efst á baugi og tengist Borgarfjarðarhéraði.  

 

 

Dagskráin verður á neðri hæð Safnahúss, í sal sýningarinnar Börn í 100 ár.  Að lokinni dagskrá verður gestum boðið að skoða þá sýningu auk Ævintýri fuglanna og sýningarinnar um Hallstein Sveinsson. 

Categories:

Tags:

Comments are closed