Safnahús tekur þátt í dagskrá Aðventurölts í Borgarnesi þann 6. desember næstkomandi. Aukaopnun verður frá 18.00 - 23.00 þetta kvöld, bókasafnið verður opið með fullri þjónustu,

ókeypis verður á sýningar og heitt súkkulaði og piparkökur verða á boðstólum. Tímasett dagskrá er sem hér segir:  

 

18.00  Nemendur Tónlistarskólans leika.

20.00  Helena Guttormsdóttir myndlistarkona

           veitir leiðsögn um sýninguna um Hallstein.

22.00  Sagt frá sérstökum safngripum og skjölum (Guðrún Jónsdóttir og Jóhanna Skúladóttir).

 

Verið velkomin!