Árlega tilnefna börn á aldrinum sex til 15 ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram á […]
Laugardaginn 5. mars n.k. kl. 13.00 verður opnuð sýning á verkum Michelle Bird í Hallsteinssal Safnahúsinu […]

Í dag færði fyritækið Tækniborg söfnunum að gjöf nýjan skanna sem á eftir að koma sér vel, m.a.við skönnun gagna fyrir skjalasafnið. Það er mikil hvatning fyrir söfnin að finna slíka velvild í héraði og við færum Tækniborg bestu þakkir fyrir góða gjöf.

Safnahús verður með erindi um sýninguna Gleym þeim ei á hátíðinni Hvalfjarðardögum sem hefjast í dag.  Það er Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður sem segjr frá hugmyndafræði sýningarinnar og Þóra Elfa Björnsson segir frá móður sinni Halldóru B. Björnsson og hennar fólki.  Þetta er samtals um 40 mín. dagskrá með ljósmyndaívafi og hefst kl. 17.00 á Hlöðum í Hvalfirði. Það er Safnahúsi mikill heiður að taka þátt í dagskrá hátíðarinnar með þessum hætti en nánar má sjá um aðra dagskrárliði á www.hvalfjardarsveit.is

                                           

Vorið

sínum laufsprota

á ljórann ber.

Ég fer

á fund við ástina

í fylgd með þér

og er

aldrei síðan

 

með sjálfum mér.

 

Þannig hljómar ljóðið Í fylgd með þér í ljóðabókinni Vísur Bergþóru eftir Þorgeir Sveinbjarnarson en bókin kom út árið 1955 og var hans fyrsta bók en Þorgeir var þá fimmtugur að aldri. Hann fæddist og ólst upp á Efsta-Bæ í Skorradal, sonur hjónanna Sveinbjarnar Bjarnasonar og Halldóru Pétursdóttir. Þorgeir stundaði nám í Hvítárbakkaskóla, lauk prófi frá sænskum lýðháskóla og stundaði framhaldsnám í Statens Gymnastikinstitut í Kaupmannahöfn.  Hann var íþróttakennari við Laugaskóla í Reykjadal frá 1931- 1944 og forstjóri Sundhallar Reykjavíkur frá 1945 til dauðadags.

Um hundrað manns samglöddust Loga Bjarnasyni á opnun sýningar hans í Hallsteinssal s.l. laugardag. Sýningin sem hefur hlotið nafnið Morphé (gríska: form) er nútímalistsýning þar sem hið hefðbundna málverk blandast öðrum listformum. Sýningin verður opin kl. 13.00 - 18.00 og stendur fram til 13. apríl n.k.

Nú líður að lokum sýningar Michelle Bird og hefur aðsókn að henni verið einstaklega góð.  Næsta listverkefni Safnahúss er sýningin Morphé sem opnuð verður laugardaginn 28. febrúar kl. 13.00. Þetta er listsýning Loga Bjarnasonar, ungs myndlistarmanns frá Borgarnesi.  Logi stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, tók þar á eftir B.A próf við Listaháskóla Íslands og lauk síðan M.A prófi frá Städelschule í Frankfurt  Þýskalandi. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði hérlendis og erlendis. Logi hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína, t.d styrk úr sjóði Guðmundu Andrésdóttur, listamannalaun 2015 og hefur nýverið verið með vinnustofur bæði í París og Berlín. Nú heimsækir hann sína heimabyggð sem listamaður með fjölþætta menntun og reynslu.  Hann sýnir nýstárleg verk, leikur sér að hlutbundnu og óhlutbundnu þar sem mörkin á milli málverka og skúlptúra eru óljós. Hann kristallar áhuga sinn á málverkinu með því að rannsaka mörkin á milli listmiðla sem liggja oft þvert yfir hvorn annan. Hann sækir efnistök í minningar sem oftar en ekki liggja á milli svefns og vöku. 

Fyrsta verkefni Safnahúss á nýbyrjuðu ári verður opnun sýningar á verkum Michelle Bird þann 10. janúar n.k. kl. 13.00.  Michelle er listamaður sem hefur nýlega sest að í Borgarnesi með heimili sitt og vinnustofu. Á sýningunni verða listaverk sem mótuð eru undir hughrifum af fallegum nýjum búsetustað, nágrenni hans og mannlífi.  Allir eru velkomnir á opnunina og Michelle verður á staðnum til kl. 16.00 þann dag. Sýningin verður í framhaldinu opin virka daga frá kl. 13.00 – 18.00 og stendur til 25. febrúar. 

Sparisjóður Mýrasýslu tók til starfa þann 1. október 1913.  Höfuðstöðvar hans voru alltaf í Borgarnesi,  fyrst í húsi Kaupfélags Borgfirðinga við Skúlagötu sem nefnt var Salka.  Er Kaupfélagið flutti starfsemi sína í verslunarhúsin í Englendingavík árið 1916 fylgdi sjóðurinn með og var þar fram til ársins 1920 að nýtt hús var byggt við Skúlagötu 14 (kallað Gamli sparisjóðurinn). Þar var starfsemi sparisjóðsins var á neðri hæð en íbúð gjaldkera hans á efri hæð.  Þarna var reksturinn til húsa í 42 ár eða allar götur til ársins 1962 að reist var nýbygging að Borgarbraut 14 sem flutt var inn í í lok september það ár.  Það hús var síðar stækkað og þar var starfsemin til ársins 2005 að hún var flutt í nýtt hús að Digranesgötu 2 þar sem nú er Arion banki. 

 

Í sviptingum ársins 2008 varð rekstur Sparisjóðsins ekki undanskilinn áföllum eins og kunnugt er og að lokum rann saga hans sitt skeið.  Á þessum tímamótum verður vitnað í orð Magnúsar Sigurðssonar á Gilsbakka sem lengi gegndi formennsku stjórnar Sparisjóðsins og ritar svo í formála að 90 ára sögu hans: „Á tímum eins og nú eru, þegar margt er á hverfanda hveli, innan héraðs og utan, er gott að glöggva sig á liðinni tíð – og forsendum þess, sem þá tókst vel, en þær voru fyrst og fremst samstaða hinna mörgu og smáu um verkefnin og þær hugmyndir sem þau voru byggð á.“ 

 

Eins og Magnús kom einnig inn á í nefndum formála er saga sparisjóðsins góður og gildur þáttur í sögu Borgarfjarðarhéraðs á tuttugustu öld. Því er hans minnst hér í tilefni dagsins.