Safnahús verður með erindi um sýninguna Gleym þeim ei á hátíðinni Hvalfjarðardögum sem hefjast í dag.  Það er Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður sem segjr frá hugmyndafræði sýningarinnar og Þóra Elfa Björnsson segir frá móður sinni Halldóru B. Björnsson og hennar fólki.  Þetta er samtals um 40 mín. dagskrá með ljósmyndaívafi og hefst kl. 17.00 á Hlöðum í Hvalfirði. Það er Safnahúsi mikill heiður að taka þátt í dagskrá hátíðarinnar með þessum hætti en nánar má sjá um aðra dagskrárliði á www.hvalfjardarsveit.is