Fyrsta verkefni Safnahúss á nýbyrjuðu ári verður opnun sýningar á verkum Michelle Bird þann 10. janúar n.k. kl. 13.00.  Michelle er listamaður sem hefur nýlega sest að í Borgarnesi með heimili sitt og vinnustofu. Á sýningunni verða listaverk sem mótuð eru undir hughrifum af fallegum nýjum búsetustað, nágrenni hans og mannlífi.  Allir eru velkomnir á opnunina og Michelle verður á staðnum til kl. 16.00 þann dag. Sýningin verður í framhaldinu opin virka daga frá kl. 13.00 – 18.00 og stendur til 25. febrúar.