Árlega tilnefna börn á aldrinum sex til 15 ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram á heimasíðu Borgarbókasafns (www.borgarbokasafn.is) og einnig í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Veitt eru verðlaun fyrir eina frumsamda bók og aðra þýdda og fá höfundur og þýðandi þeirra bóka sem hljóta flest atkvæði að sjálfsögðu verðlaun. Sjá má hér veggspjaldið með bókunum sem allar voru gefnar út á árinu 2015. Það er hægt að fá kjörseðil hjá okkur og greiða uppáhaldsbókunum sínum atkvæði, skil eru fyrir 1. apríl.

Categories:

Tags:

No responses yet

Leave a Reply