Um hundrað manns samglöddust Loga Bjarnasyni á opnun sýningar hans í Hallsteinssal s.l. laugardag. Sýningin sem hefur hlotið nafnið Morphé (gríska: form) er nútímalistsýning þar sem hið hefðbundna málverk blandast öðrum listformum. Sýningin verður opin kl. 13.00 - 18.00 og stendur fram til 13. apríl n.k.