Um 60 manns sóttu Pálsstefnu í Borgarnesi á laugardaginn, en þar var verið að minnast bókavinarins Páls Jónssonar frá Örnólfsdal í Þverárhlíð sem lést árið 1985. Páll var fæddur 20. júní 1909 og var málþingið því haldið á 100 ára afmæli hans, en hann gaf merkt bókasafn sitt í Borgarnes á sínum tíma.
Næstkomandi laugardag, þann 20. júní, stendur Safnahús ásamt Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni fyrir málþingi um helstu hugðarefni Páls Jónssonar frá Örnólfsdal í Þverárhlíð. Páll hefði átt 100 ára afmæli þennan dag. Hann er mikill velgjörðarmaður Borgarfjarðar því hann ánafnaði Safnahúsi mikið bókasafn sitt sem af mörgum er talið eitt hið merkasta á landinu.
Sjá dagskrá Pálsstefnu með því að smella hér.
Hannyrðasýning Katrínar Jóhannesdóttur opnar í Safnahúsi Borgarfjarðar föstudaginn 12. júní kl. 16. Sýningin stendur til 31. júlí. og er opin alla virka daga frá 13.00 – 18.o0. Á sýningunni má sjá afrakstur Danmerkuráranna þaðan sem Katrín er hannyrðamenntuð, vetursins í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, saumaskap síðkvöldanna, ásamt prjónalínu Katý design. Sýninguna hefur Katrín ákveðið að tileinka ömmu sinni, Hólmfríði Jóhannesdóttur, sem lést þann 6. Janúar sl.
Allir eru velkomnir.
Sýningin Börn í 100 ár verður opnuð á ný fyrir almenning 1. júní, sem er annar í Hvítasunnu og því tilvalið að bregða undir sig betri fætinum. Sýningin verður opin í allt sumar, eða til 31. ágúst, alla daga frá 13.00 - 18.00. Frítt er fyrir börn undir 16 ára, fullorðnir greiða 600 kr og öryrkjar, aldraðir og stúdentar 400 kr.
Verið velkomin.
Mynd: Elín Elísabet Einarsdóttir en hún teiknaði einnig mynd sumarlesturs 2008 |
Markmiðið með verkefninu er að: Nemendur viðhaldi og þjálfi ennfremur þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn.
Á myndina vantar þrjá úr hópnum síðasta laugardag. Mynd:SIJ |
Eins og fram kemur í annarri nýlegri frétt er mikið líf í safnahúsi þessa dagana og fjölmargar gestir sem leggja leið sína í húsið. Til að mynda komu félagar úr kór Saurbæjarprestakalls ásamt mökum á sýninguna Börn í 100 ár síðastliðin laugardag. Að skoðun lokinni hélt hópurinn svo í Landnámssetur þar sem borðað var og farið á sýninguna Mr. Skallagrímsson.
Þeir Gunnar Ólafsson fyrrv. skipstjóri og Sigvaldi Arason í Borgarnesi hafa að undanförnu gengist fyrir því að skipslíkön tengd útgerðarsögu Borgnesinga fari í eigu Byggðasafns Borgfirðinga í Safnahúsi. Í ágúst í fyrra komu þeir færandi hendi með Eldborgina sem var gerð út frá Borgarnesi í meira en tvo áratugi og á sér því mikilvægan sess í atvinnusögu héraðsins. Síðastliðinn föstudag var það svo Hvítáin sem kom í hús.
Nokkuð hefur verið um heimsóknir ýmissa hópa í Safnahúsið að undanförnu. Nemendur skóla í Borgarbyggð hafa komið auk þess sem erlendir nemar í fullorðinsfræðslu hafa verið dugleg að kynna sér safnið. Að ofan eru tvær þeirra að kynna sér list Ásmundar Sveinssonar í návígi og að neðan er Margrét Jóhannsdóttir kennari að ræða við nemendur 4.bekkjar í Grunnskóla Borgarness um sýninguna Börn í 100 ár.
Á sumardaginn fyrsta var opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi sýning á verkum úr listaverkasafni hins mæta listvinar Hallsteins Sveinssonar frá Eskiholti. Við þetta sama tækifæri var sal hússins gefið nafn og heitir hann nú Hallsteinssalur. Sýningin er tileinkuð Bjarna Bachmann safnverði sem vann ötullegt starf fyrir söfnin í Borgarfirði um aldarfjórðungsskeið.
Í myndasafni skjalasafnsins er mikið af myndum með óþekktu myndefni. Þessa dagana er uppi sýningarskápur með nokkrum slíkum myndum, sem tilheyra ómerktu myndaalbúmi í safninu. Reglubundið er leitað eftir aðstoð fólks við að greina ljósmyndir og má sem dæmi nefna sérstakan myndadálk hér hægra megin á heimasíðunni.