Um 60 manns sóttu Pálsstefnu í Borgarnesi á laugardaginn, en þar var verið að minnast bókavinarins Páls Jónssonar frá Örnólfsdal í Þverárhlíð sem lést árið 1985. Páll var fæddur 20. júní 1909 og var málþingið því haldið á 100 ára afmæli hans, en hann gaf merkt bókasafn sitt í Borgarnes á sínum tíma.