Þeir Gunnar Ólafsson fyrrv. skipstjóri og Sigvaldi Arason í Borgarnesi hafa að undanförnu gengist fyrir því að skipslíkön tengd útgerðarsögu Borgnesinga fari í eigu Byggðasafns Borgfirðinga í Safnahúsi. Í ágúst í fyrra komu þeir færandi hendi með Eldborgina sem var gerð út frá Borgarnesi í meira en tvo áratugi og á sér því mikilvægan sess í atvinnusögu héraðsins. Síðastliðinn föstudag var það svo Hvítáin sem kom í hús.