Mynd: Elín Elísabet Einarsdóttir en hún teiknaði einnig mynd sumarlesturs 2008
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar efnir nú í annað sinn til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.  Tímabil sumarlesturs er frá 5. júní - 5. ágúst.

 

Markmiðið með verkefninu er að: Nemendur viðhaldi og þjálfi ennfremur þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. 

 

Verkefnið er þátttakendum algjörlega að kostnaðarlausu.