Farskóli íslenskra safna og safnmanna er haldinn árlega. Þar koma starfsmenn safna á öllu landinu saman til skrafs og ráðagerða. Um er að ræða þriggja daga þing þar sem fengnir eru virtir fyrirlesarar til að fræða safnamenn. Að þessu sinni var skólinn haldinn í Stykkishólmi dagana 29. sept. til 1. október og var Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss formaður fimm manna nefndar sem annaðist undirbúning.
Um helgina kom David Gislason í heimsókn í Safnahús, m.a. í fylgd Almars Grímssonar stjórnarformanns Þjóðræknisfélags Íslands. Hópurinn skoðaði sýninguna Börn í 100 ár og fékk svo fylgd forstöðumanns Safnahúss um elsta hluta Borgarness þar sem m.a. var skoðaður minningarsteinn um Vestur-íslensk hjón sem fluttu frá Borgarfirði vestur um haf árið 1900.
Þann 22. ágúst, fagnaði gamanvísnaskáldið og bóndinn með svo miklu meiru, Bjartmar Hlynur Hannesson á Norður-Reykjum í Hálsasveit, sextugsafmæli sínu. Bjartmar er sonur Dýrunnar Þorsteinsdóttur og Hannesar Hjartarsonar. Hann ólst upp með móður sinni í Giljahlíð í Flókadal en flutti með henni til Keflavíkur árið 1958, þá átta ára gamall.
Eiginkona hans er Kolbrún Sveinsdóttir frá Ásgarði í Reykholtsdal, börn þeirra eru tvö; Unnar Þorsteinn fæddur 1974 og
Þóra Geirlaug fædd 1986.
Bjartmar og Kolbrún hófu búskap á Hreðavatni 1975 en fluttust búferlum að Norður-Reykjum árið 1980 þar sem þau hafa stundað búskap síðan.
Í morgun kom hópur krakka úr Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar í heimsókn í Safnahús. Þetta voru börn úr 4. og 5. bekk skólans og það var Ágústa Þorvaldsdóttir kennari þeirra sem hafði skipulagt ferðina. Börnin skoðuðu fyrst sýninguna Börn í 100 ár og fengu í upphafi leiðsögn og fróðleik um söguna. Vakti margt athygli þeirra og ekki síst baðstofan gamla frá Úlfsstöðum, sem er miðpunktur sýningarinnar. Í lok heimsóknarinnar fóru börnin síðan á bókasafnið þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Voru mörg þeirra áhugasamir lesendur.
John L. Dixon frá Durham á Bretlandi kom í Safnahús í gær til að leita upplýsinga um herdeild föður síns, Roberts Bagnall Dixon, sem lést 1998. Hafði Dixon yngri áhuga á að fá ljósmyndir úr Borgarnesi frá stríðsárunum vegna vefsíðu sem hann er að setja á fót um herdeild föður síns. Faðir hans var í 70. fótgönguliðsherdeild Breta, en menn úr þeirri deild dvöldu m.a. á Íslandi á árunum 1940-1942. Úr þeim hópi áætlar John Dixon að á bilinu 3-400 manns hafi verið í Borgarnesi á þessum tíma.
Byggðasafni Borgarfjarðar hefur verið færð kærkomin gjöf. Um er að ræða aldraða rauðvínsflösku úr rannsóknaskipinu Pourquoi Pas? sem fórst við Mýrar í september 1936. Það var Eysteinn Sveinbjörnsson sem færði safninu flöskuna, en hún hefur verið varðveitt hjá honum allar götur síðan skipið fannst á hafsbotni sumarið 1961, eða í tæplega hálfa öld. Ennfremur kom hann með blaðaúrklippur frá þeim tíma að skipið fannst og verða þær varðveittar í Héraðsskjalasafninu.
Hluti gesta á uppskeruhátíðinni |
Sýningin Börn í 100 ár verður opin um Verslunarmannahelgina eins og alla aðra daga í sumar frá 13-18.
Í tengslum við Unglingalandsmót verður jafnframt boðið uppá eftirtaldar sögustundir í rými sýningarinnar á neðri hæð Safnahúss:
Föstudagur (30.júlí): Ragnar Olgeirsson les
Laugardagur (31.júlí): Laufey Hannesd. les
Sunnudagur (1. ág.): Kristín Thorlacius les
Allar sögustundirnar hefjast klukkan 15:00 og standa yfir í 30-45 mínútur.