Farskóli íslenskra safna og safnmanna er haldinn árlega. Þar koma starfsmenn safna á öllu landinu saman til skrafs og ráðagerða. Um er að ræða þriggja daga þing þar sem fengnir eru virtir fyrirlesarar til að fræða safnamenn. Að þessu sinni  var skólinn haldinn í Stykkishólmi dagana 29. sept. til 1. október og var Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss formaður fimm manna nefndar sem annaðist undirbúning.