Byggðasafni Borgarfjarðar hefur verið færð kærkomin gjöf. Um er að ræða aldraða rauðvínsflösku úr rannsóknaskipinu Pourquoi Pas? sem fórst við Mýrar í september 1936.  Það var Eysteinn Sveinbjörnsson sem færði safninu flöskuna, en hún hefur verið varðveitt hjá honum allar götur síðan skipið fannst á hafsbotni sumarið 1961, eða í tæplega hálfa öld. Ennfremur kom hann með blaðaúrklippur frá þeim tíma að skipið fannst og verða þær varðveittar í Héraðsskjalasafninu.