Fólk á margvísleg erindi í Safnahús. Meðal kærkominna gesta er fólk sem leitar upplýsinga um uppruna sinn. Fyrir stuttu komu Vestur-íslensk systkini sem vantaði slíkar upplýsingar sem voru fúslega veittar.  

Þau áttu ættir að rekja nokkuð víða um Borgarfjörð, eru afkomendur hjónanna Jóns Jónssonar (f. 1828) og Þórunnar Jónsdóttur (f. 1824) sem bjuggu á Veiðilæk í Norðurárdal. Sonur þeirra var Árni (f. 1858 og fór hann til Winnipeg og kvæntist þar Guðríði Þorsteinsdóttur frá Hæli í Flókadal.

 

Að venju leitaði starfsfólk Safnahúss m.a. í svokallaða biblíu hússins, sem eru Borgfirskar æviskrár.

 

Ljósmynd: Vestur-íslensku gestirnir ásamt Guðrúnu Jónsdóttur forstöðumanni.

 

Ljósmyndari: Jóhanna Skúladóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed