Þann 22. ágúst, fagnaði gamanvísnaskáldið og bóndinn með svo miklu meiru, Bjartmar Hlynur Hannesson á Norður-Reykjum í Hálsasveit, sextugsafmæli sínu.  Bjartmar er sonur Dýrunnar Þorsteinsdóttur og Hannesar Hjartarsonar.  Hann ólst upp með móður sinni í Giljahlíð í Flókadal en flutti með henni til Keflavíkur árið 1958, þá átta ára gamall.

Eiginkona hans er Kolbrún Sveinsdóttir frá Ásgarði í Reykholtsdal, börn þeirra eru tvö; Unnar Þorsteinn fæddur 1974 og

Þóra Geirlaug fædd 1986.

Bjartmar og Kolbrún hófu búskap á Hreðavatni 1975 en fluttust búferlum að Norður-Reykjum árið 1980 þar sem þau hafa stundað búskap síðan.