Farskóli íslenskra safna og safnmanna er haldinn árlega. Þar koma starfsmenn safna á öllu landinu saman til skrafs og ráðagerða. Um er að ræða þriggja daga þing þar sem fengnir eru virtir fyrirlesarar til að fræða safnamenn. Að þessu sinni  var skólinn haldinn í Stykkishólmi dagana 29. sept. til 1. október og var Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss formaður fimm manna nefndar sem annaðist undirbúning.

Dagskráin hófst á skoðun þriggja safna og sýninga í Borgarnesi, þ.e. sýningarinnar Börn í 100 ár, sögusýninga Landnámsseturs og brúðusafnsins í Brúðuheimum. Að því loknu var hádegisverður snæddur á tveimur síðarnefndu stöðunum og síðan haldið vestur í Bjarnarhöfn í heimsókn til Hildibrands Bjarnasonar. Var gerður góður rómur að hádegisverðinum og einnig að langlokum sem Geirabakarí útvegaði hópnum í nesti. Þingið sjálft var svo haldið á Hótel Stykkishólmi þar sem vel var gert við hópinn.

 

Meðal annars var farið í gönguferð um Stykkishólmsbæ undir leiðsögn Sturlu Böðvarssonar. Var blíðskaparveður og menn gátu notið þessa fallega umhverfis til hins ítrasta undir góðri leiðsögn.

 

Farskólanum lauk um kl. 15 föstudaginn 1. október og gekk framkvæmd öll vel.

 

Fyrri myndin var tekin þegar hópurinn skoðaði sýninguna Börn í 100 ár í Safnahúsi. LJósmyndari: Jóhanna Skúladóttir.

Síðari myndin var tekin af stærstum hluta hópsins við gömlu kirkjuna í Stykkishólmi. Ljósmyndari: Hörður Geirsson.

Categories:

Tags:

Comments are closed