Í sumar varð sú nýjung í starfi Héraðsbókasafns Borgarfjarðar að safnið keypti aðgang að rafrænu efni hljóðbókasíðunnar hlusta.is. Með því móti getur safnið betur mætt sívaxandi þörf fólks fyrir hlustun við hin ýmsu störf og áhugamál. 

Efnið er að stórum hluta gamalt og gott; meðal höfunda eru Jón Trausti, Einar H. Kvaran og Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Efnisflokkarnir eru einkum skáldsögur, þjóðsögur og ævintýri, ævisögur og þjóðlegur fróðleikur og en sífellt bætist við það efni síðunnar sem notendur eiga völ á. Efnið ætti að vera kærkomið fyrir þá sem nýta sér þennan möguleika og í leiðinni góð viðbót við það úrval hljóðbóka sem safnið býr yfir nú þegar.

 

Ljósmynd með frétt: Guðrún Jónsdóttir.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed