Safnahús: sumarlestur barna

Héraðsbókasafn Borgarfjarðar efnir nú í 12. sinn til sumarlesturs fyrir börn.  Tímabil lestursins er frá 10. júní – 10. ágúst. Fyrir skömmu afhenti Ragnheiður Guðrún Jóhannesdóttir Sævari Inga héraðsbókaverði  teikningu sína af einkennismynd verkefnisins en þetta er annað árið í röð sem hún teiknar hana.  Ragnheiður Guðrún var að ljúka námi í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi og hyggur á menntaskólanám í haust. Öll börn á aldrinum 6-12 ára geta skráð sig í sumarlesturinn og  tekið bækur að eigin vali til lestrar sér að kostnaðarlausu.  Sérstakir happamiðar fara í pott fyrir hverja lesna bók en auk þess fá allir þátttakendur viðurkenningu  í lok sumars á Uppskeruhátíð sumarlesturs.  Markmið verkefnisins er sem fyrr að viðhalda lestrarfærninni sem börnin öðlast um veturinn en um leið er lögð áhersla á að börnin lesi það sem þau sjálf langar til, hvort sem um er að ræða bók á sérstöku áhugasviði eða góða sögubók.   Öll börn geta gerst lánþegar.  Æskilegt er að þau yngstu komi í fylgd fullorðinna fyrstu skiptin. Opið verður á bókasafninu alla virka daga í sumar frá 13 -18. Sumarið er góður tími fyrir bóklestur, sama hvernig viðrar! Ljósmynd:  Teiknarinn Ragnheiður Guðrún Jóhannesdóttir ásamt Sævari Inga Jónssyni héraðsbókaverði. Myndataka: Ásthildur Magnúsdóttir.

HVAR-HVER-HVERJAR

Verk eftir Guðmundu Andrésdóttur kallast á við ramma eftir Hallstein. Á alþjóðlega safnadaginn 18. maí s.l. var opnuð ný sýning í Hallsteinssal. Þar eru sýnd valin verk úr safnkosti Listasafns Borgarness sem  var stofnað utan um gjöf listvinarins Hallsteins Sveinssonar (1903-1995).  Sýningarstjóri er Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og nefnir hún sýnnguna HVAR-HVER-HVERJAR. Helena hefur áður sett upp sýningu úr safni Hallsteins (2013) og þekkir því vel til safnkostsins. HVAR –  Hver staður hefur sín sérkenni sem myndar staðaranda og aðgreinir einn stað frá öðrum. Júlíus Axelsson skráði með myndmáli byggingar og tíðaranda Borgarness sem að hluta er horfinn en verður nú hægt að skoða á sýningunni. Gjöf Hallsteins Sveinssonar er meginuppistaða safnkosts Listasafns Borgarness sem er eitt safnanna fimm í Safnahúsi. HVER var þessi maður sem eyddi drjúgum tíma af lífsstarfi sínu í að ramma inn myndir fyrir starfandi listamenn og fékk oft greitt í verkum sem nú er dýrmætur hluti menningararfs okkar. Svipsterkt andlit Hallsteins varð mörgum listamönnum kveikja til sköpunar. Teikningar, málverk og höggmyndir verða sýnd á sýningunni. Einnig er áhugavert að velta fyrir sér sérkennum fólks og hvernig samtíminn hefur tilhneigingu til að afmá þau. HVERJAR – vísar í valin verk eftir konur og…

Alþjóðlegi safnadagurinn

Yfirskrift Alþjóðlega safnadagsins, laugardaginn 18. maí er söfn sem menningarmiðstöðvar sem er mjög í anda starfsemi Safnahúss. Af þessu tilefni verður opnuð hjá okkur ný listsýning þar sem sýnd verða valin verk úr safnkosti Listasafns Borgarness sem  var stofnað utan um gjöf listvinarins Hallsteins Sveinssonar (1903-1995). Sýningarstjóri er Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Helena hefur áður sett upp sýningu úr safni Hallsteins (2013) og þekkir því vel til safnkostsins. Hallsteinn gaf mikið og verðmætt listaverkasafn sitt til Borgnesinga árið 1971 og bætti all nokkru við þá gjöf síðar. Sérstaða þess er myndlist frá árinum 1940-1960 eftir marga þekkta listamenn þjóðarinnar og eru verkin í römmum smíðuðum af Hallsteini. Listasafn Borgarness starfar samkvæmt hugsjónum Hallsteins um mikilvægt hlutverk listarinnar í þágu samfélagsins. Sýningin verður opnuð kl. 13.00 á opnunardaginn og verður opin til 17.00 þann dag. Eftir það verður hún opin á afgreiðslutíma Héraðsbókasafnsins virka daga 13-18, en þess utan á sama tíma og grunnsýningar hússins, um helgar og á hátíðisdögum 13-17. Sýningin er megin sýningarverkefni Safnahúss í ár og stendur fram til loka september. Ókeypis aðgangur er á allar sýningar Safnahúss á Alþjóðlega safnadaginn 18. maí.

Listsýning 18. maí

Hallsteinn Sveinsson, mynd tekin 1988 (Þorfinnur Sigurgeirsson). Á alþjóðlega sem og íslenska safnadaginn, laugardaginn 18. maí næstkomandi verður opnuð ný listsýning í Safnahúsi. Þar verða sýnd valin verk úr safnkosti Listasafns Borgarness sem  var stofnað utan um gjöf listvinarins Hallsteins Sveinssonar (1903-1995). Sýningarstjóri er Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður. Í Safnahúsi er reglubundið sýnt úr safnkosti Listasafnsins og var það síðast gert 2013 þegar 110 ár voru liðin frá fæðingu Hallsteins. Einnig er fjöldi verka að staðaldri til sýnis í opinberum stofnunum og fyrirtækjum á starfssvæði safnsins og nokkur verk í Safnahúsi (Tolli, Tryggvi Ólafsson, Júlíus Axelsson, Jóhannes Kjarval, Hafsteinn Austmann ofl.). Einnig var opnuð vefsýning á 14 verkum Júlíusar Axelssonar á heimasíðu Safnahúss árið 2018 og má sjá hana með því að smella hér. Safnið lánar af og til verk á sýningar til annarra listasafna s.s. Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur o.fl. Nýverið gerði Safnahús myndbirtingarsamning við Myndstef og nú má sjá ljósmyndir af öllum verkum Listasafnsins á www.sarpur.is Hallsteinn gaf mikið og verðmætt listaverkasafn sitt til Borgnesinga árið 1971 og bætti all nokkru við þá gjöf síðar. Sérstaða þess er myndlist frá árinum 1940-1960 eftir marga þekkta listamenn þjóðarinnar og eru verkin í römmum smíðuðum af Hallsteini. Í dag starfar safnið…

Verkefnisstjóri ráðinn

Nýlega var auglýst eftir verkefnisstjóra hjá Safnahúsi og hefur Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir verið ráðin í starfið. Hún á að baki fjölbreytt nám og starf og er að ljúka MA námi í safnafræði við Háskóla Íslands, útskrifast með viðbótardiplóma þaðan í vor.  Hún er einnig með MFA gráðu frá listaháskólanum Villa Arson í Frakklandi. Guðlaug er fædd og uppalin í Kjósinni, býr að ríkulegri tungumálakunnáttu og reynslu úr atvinnulífinu auk þess að vera starfandi myndlistarmaður og vön verkefnastjórn.  Hún mun takast á við margbreytileg verkefni í Safnahúsi er snúa að safnkostinum og meðferð hans, en einnig annast önnur störf skv. starfslýsingu. Guðlaug mun hefja störf í júnímánuði næstkomandi og er hún boðin hjartanlega velkomin í starfsmannateymi Safnahúss.

Sumaropnun frá 1. maí

Frá og með 1. maí eru sýningar Safnahúss opnar alla daga kl. 13.00 til 17.00. Hér má sjá nánar um opnunartímann. Grunnsýningar hússins eru Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna, báðar hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni og sérhannaðar fyrir börn og fjölskyldur. Í Hallsteinssal sýnir veflistakonan Snjólaug Guðmundsdóttir. Sýning hennar er bæði falleg og vönduð og hefur verið afar vel sótt auk þess sem á opnunardaginn var sett aðsóknamet. Sýningartíminn hefur nú verið verið framlengdur og síðasti dagur opnunar er sunnudagurinn 12. maí. Næsta verkefni í Hallsteinssal er úr safnkosti Listasafns Borgarness og verður sú sýning opnuð laugardaginn 18. maí sem er alþjóðlegi og jafnframt íslenski safnadagurinn. Ljósmynd: Snjólaug útskýrir verk sín fyrir hópi gesta s.l. laugardag.

Myndlist, tónlist og ljóðlist

Síðasti dagur myndlistarsýningar Josefinu Morell er miðvikudagurinn 10. apríl og hefur hún verið afar vel sótt.  Næsta verkefni í Hallsteinssal er sýning Snjólaugar Guðmundsdóttur sem hefur fengið heitið Vefnaður, þæfing og bókverk. Sú sýning verður opnuð laugardaginn 13. apríl kl. 13.00 og verður opin til 16.00 þann dag en eftir það alla virka daga 13.00 til 18.00. Snjólaug hefur lengi fengist við handíðir og hönnun og notar margs konar hráefni, svo sem ull,  skeljar, bein o.fl.  Á sýningunni má sjá vefnað, þæfð verk og ljóð svo nokkuð sé nefnt. Á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl n.k., standa Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús fyrir tónleikum þar sem nemendur skólans flytja eigin tónsmíðar við ljóð Böðvars Guðmundssonar. Um 20 lög verða frumflutt. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00 og eru opnir öllum. Vonast er til að sem flestir líti við í Safnahúsinu þennan dag og fagni sumri með unga tónlistarfólkinu.  Þess má geta að Böðvar verður viðstaddur tónleikana. Sýning Snjólaugar stendur til 10. maí og laugardaginn 18. maí verður opnuð ný sýning, á verkum úr safnkosti Listasafns Borgarness. Safnið er eitt fimm safna undir hatti Safnahúss og var stofnað árið 1971 utan um stórgjöf listvinarins Hallsteins Sveinssonar til Borgnesinga. Hallsteinn hafði rammað inn verk fyrir…

Viðburðarík vika

Vikan verður viðburðarík í Safnahúsi. Fimmtudaginn 14. mars verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns kl. 10.00, þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda. Sama dag kl. 19.30 flytur Dr. Ástráður Eysteinsson prófessor fyrirlestur um skáldið og Borgfirðinginn Þorstein frá Hamri.  Laugardaginn 16. mars kl. 13.00 verður svo opnuð sýning á verkum Josefinu Morell, sem er ung borgfirsk myndlistarkona af sænsku og spænsku bergi brotin. Ástráður Eysteinsson Dr. Ástráður Eysteinsson bjó á æskuárum sínum í Borgarnesi og hefur alla tíð haldið sterkum tengslum við heimaslóðirnar. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands um árabil og er höfundur fjölda rita og greina á sviði bókmennta en hefur einnig fengist við bókmenntaþýðingar. Hann hefur verið gistiprófessor við erlenda háskóla og er virkur í alþjóðlegri rannsóknasamvinnu, auk þess að hafa sinnt margskonar stjórnunarstörfum við Háskóla Íslands. Þar var hann forseti Hugvísindasviðs frá tilurð þess 2008 til ársloka 2015. Þorsteinn frá Hamri Þorsteinn frá Hamri fæddist 15. mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð og átti þar sín bernsku- og unglingsár. Hann er þekktastur fyrir ríkt safn ljóða, en hann samdi einnig þrjár mikilvægar skáldsögur á umbrotaárum í íslenskri frásagnarlist, fékkst við íslenska sagnageymd og þjóðleg fræði auk þess að þýða ýmis erlend skáldverk á íslensku. Hann er…

Hvítárbrúin – laugardagsopnun 2. mars

Laugardagsopnun verður á Hvítárbrúarsýningunni laugardaginn 2. mars n.k. kl. 13-16. Helgi Bjarnason verður á staðnum og veitir leiðsögn. Helgi átti á sínum tíma frumkvæði að þessu verkefni og annaðist efnisöflun, ritun og val á ljósmyndum fyrir sýninguna. Eru honum þökkuð vönduð og góð störf. Sýningin var opnuð á 90 ára afmælisdegi brúarinnar 1. nóvember 2018 og aðsóknin hefur sannað að brúin á sér stað í hjarta landans, ekki síst Borgfirðinga og Mýramanna. Sýningin er tileinkuð minningu Þorkels Fjeldsted bónda í Ferjukoti sem lést langt fyrir aldur fram árið 2014. Þorkeli var afar annt um að miðla sögu Hvítárbrúarinnar og bjó í grennd hennar alla tíð. Hann var mörgum kunnur og mikill þekkingarbrunnur um brúna svo og hlutverk Hvítárinnar í lífi fyrri kynslóða, þar sem hún var í senn nægta brunnur og erfiður farartálmi. Ljósmynd: Helgi Bjarnason ásamt fjölskyldu sinni við opnun sýningarinnar 1. nóvember s.l.