Hér í Safnahúsinu er alltaf ýmislegt um að vera. Í tilefni af Ok barnamenningarhátíð er sýning í stigaganginum hjá okkur frá leikskólanum Hraunborg. Þar eru verk eftir nemendur sem þau hafa verið að vinna á skólaárinu og vangaveltur þeirra um menningu. Hvetjum við alla að koma og skoða, sýningin mun standa eitthvað fram í næstu viku.

Í dag fimmtudag 11. maí er nostalgíustemmning hjá okkur. Byggðarsafnið á skemmtilegt safn hljómplatna og munum við í tilefni að barnamenningu láta hljóma í plötuspilara íslenskar barnaplötur frá sjötta og áttunda áratug síðustu aldar. Það verður því sérlega notaleg stemmning á bókasafninu í dag.

Á laugardaginn verður síðan Sigthora Odins með leiðsögn um sýninguna sína sem opnaði 29. apríl hér í Hallsteinssal.

Leiðsögnin er sérstaklega sniðin að börnum en eru allir hjartanlega velkomnir að koma

Tags:

Comments are closed