Núna í september byrjaði starfsfólk safnahúss að undirbúa flutninga á munum frá Sólbakka sem verið hefur geymslusvæði byggðarsafns, listasafns og skjalasafns. Um ármótin þarf það rými sem söfnin hafa haft að vera laust fyrir aðra starfsemi og því í nógu að snúast að undirbúa flutninga. Tímabundið verður allur safnkosturinn sem verið hefur í geymslu í Sólbakka færður á jarðhæðina í Safnahúsinu meðan nýtt varðveislusvæði er gert klárt. Þetta hefur í för með sér að allt sýningarrými 1. hæðarinnar er lokað. Fuglasýningin okkar Ævintýri fuglana er því ekki opin eins og  opnar ekki aftur fyrr en geymslusvæðið er tilbúið. 

 

Munir náttúrugripasafns sem ekki eru á sýningum hafa verið færðir af hálofti Safnahússins og í hentugri geymslu inn af sýningarsvæði á 1. hæð og erum við mjög ánægð með þá tilfærlu. Gripir hafa verið yfirfærðir, hreinsaðir og raðað eftir flokkum eins og kostur er að endingu fá þeir yfirbreiðslu sem verð þá fyrir ryki og óværu. 

     

Tags:

Comments are closed