Laugardaginn 29. apríl nk. opnar í Safnarhúsi Borgarfjarðar spennandi sýning á verkum listakonunar Sigthoru Odins. Sýningaropnun er 14:00-17:00.

Sýningin heitir Hóflegar játningar – Moderate Confessions og eru verkin unnin að hluta til inn í sýningarrýminu sjálfu. Sigthora lýsir verkunum sem broti af mennsku ástandi. Í verkefnum kemur fyrir leikur með nærveru og fjarveru og er gerð tilraun til að ávarpa hversdagslegar upplifanir.

Sigthora Odins útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur að auki lokið diploma í keramiknámi frá Myndlistarskóla Reykjavíkur árið 2012. Sigthora hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis, m.a. með myndlistarkollektívinu ,,Computer Spirit” á árunum 2016 – 2018 í Noregi og Eistlandi. Hún hefur haldið einkasýningu á verkum sínum í Danmörku 2019 og fengið viðurkenningu fyrir verk sitt í Hollandi.

Sýningin stendur yfir í Hallsteinssal frá 29. apríl 2023 – 10. júní 2023.

Allir velkomnir. 

Categories:

Tags:

Comments are closed