Vetraropnun á sýningar tók gildi 1. september og er nú ekki lengur opið um helgar.  Sjá má nánar um opnunartíma með því að smella hér. Aðsókn hefur verið afar góð í sumar og þökkum við þeim fjölmörgu gestum kærlega fyrir komuna. Til viðbótar við grunnsýningarnar tvær eru þrjár aðrar sýningar í húsinu, sýningin 353 andlit (ljósmyndir Helga Bjarnasonar), Saga úr samfélagi (framtak Eyglóar Lind Egilsdóttur á tímum Covid) og spjaldasýning um þann harmræna atburð sem átti sér stað vestur af Mýrum árið 1936 þegar franska rannsóknaskipið Pourquoi pas strandaði og mikið mannfall varð.  Sú sýning er einnig í boði sem vefsýning. Við minnum á að þrátt fyrir vetraropnunartíma er eftir sem áður er opnað um helgar fyrir hópa (10+).

Categories:

Tags:

Comments are closed