Grunnsýningar Safnahúss eru Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna
Í húsinu eru starfrækt fimm söfn sem standa auk þessa saman að ýmsum sýningum og viðburðum og er sú dagskrá að öllu jöfnu kynnt með eftirfarandi hætti:
Auglýsing í Skessuhorni sem kemur út á Vesturlandsvísu
Auglýsing í Íbúanum (póstnúmer 301, 310, 311, 320 og 356).
Viðburður stofnaður á Facebooksíðu Safnahúss
Tilkynningar á Facebooksíðu Safnahúss
Fréttatilkynning í Skessuhorni
Fréttatilkynning send til ýmsra fjölmiðla á landsvísu
Tilkynning send út á póstlista Safnahúss
Tilkynning í anddyri Safnahúss og á bókasafni
Frétt á heimasíðu Borgarbyggðar
Ýmsar aðrar leiðir óformlegrar kynningar vegna viðburða og sýninga.
Sjá má yfirlit yfir viðburði á árinu 2020 með því að smella hér.
Veitum allar frekari upplýsingar: 433 7200, safnahus@safnahus.is.
Ljósmynd (Guðrún Jónsdóttir): Frá opnun sýningarinnar Brák í Hallsteinssal 23. nóvember 2019.
Ósk Gunnlaugsdóttir myndlistarkona spjallar við gesti um verk sitt.