Sumarlestur barna var á sínum stað í sumar og voru alls kyns bækur lesnar, allt frá Andrési Önd til Hobbitans. Eins og síðustu tvö ár á undan teiknaði Ragnheiður G. Jóhannesdóttir einkennismynd Sumarslesturs (sjá mynd) og nokkrir bekkir Grunnskólans í Borgarnesi komu í heimsókn á safnið áður en átakið fór af stað. 

Í ár tóku 26 krakkar þátt og lásu 174 fjölbreyttar og spennandi bækur, allt valið eftir áhuga og getu viðkomandi.  Vegna veirunnar var árleg uppskeruhátíð blásin af þetta árið en  þátttakendur beðnir þess í stað að koma á bókasafnið á opnunartíma þess og sækja þar verðlaun og viðurkenningar fyrir gott verk. Tíu heppnir þátttakendur fengu bókaverðlaun og allir fengu Lestrargóðgæti frá Eddu Útgáfu og nytsamlegt dót frá Tækniborg og Arion banka. Vonandi verður hátíðin haldin með sínu rétta pompi og prakt á næsta ári.  Héraðsbókasafnið gekkst fyrir þessu ágæta verkefni nú sem endranær og umsjón hafði Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður með aðstoð Sandra Sjabanssonar sumarstarfsmanns bókasafnsins.

Categories:

Tags:

Comments are closed