Myndamorgunn skjalasafnsins sem vera átti fimmtudaginn 10. september var felldur niður meðan beðið er átekta um framvindu sóttvarnarmála og næsti myndamorgunn sem fyrirhugaður var 8. október fellur því miður niður vegna veikinda. Næsti myndamorgunn verður því að óbreyttu fimmtudaginn 12. nóvember kl. 10.00. Jarðfræðifyrirlestri Ívars Arnar Benediktssonar sem einnig átti að vera 10. september hefur verið frestað um sinn og verður ný dagsetning tilkynnt síðar. Næsta sýningaropnun er að óbreyttu fyrirhuguð 26. september. Í Safnahúsi er náið fylgst með þróun mála í samfélaginu og stefnt á áframhaldandi öflugt menningarstarf um leið og aðstæður leyfa.

Categories:

Tags:

Comments are closed