Safnahús verður lokað um Páskana nema samkvæmt fyrirfram ákveðnum pöntunum fyrir hópa (10+). Síðasti dagur opnunar […]
Listakonan Michelle Bird verður með teiknismiðju í Safnahúsi alla virka fimmtudaga á meðan á sýningu hennar […]
Árlega tilnefna börn á aldrinum sex til 15 ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram á […]
Laugardaginn 5. mars n.k. kl. 13.00 verður opnuð sýning á verkum Michelle Bird í Hallsteinssal Safnahúsinu […]

Í dag færði fyritækið Tækniborg söfnunum að gjöf nýjan skanna sem á eftir að koma sér vel, m.a.við skönnun gagna fyrir skjalasafnið. Það er mikil hvatning fyrir söfnin að finna slíka velvild í héraði og við færum Tækniborg bestu þakkir fyrir góða gjöf.

Nýhafið starfsár Safnahúss 2016 er helgað listrænni ljósmyndun í héraði og er fyrsta verkefnið í þeim anda sýning á ljósmyndum eftir Ómar Örn Ragnarsson sem er búsettur í Borgarnesi og rekur þar verslunina Tækniborg. Verður sýningin opnuð laugardaginn 23. janúar kl. 13.00.

 

Heiti sýningarinnar er Norðurljós og vísar það til myndefnisins, en myndirnar hefur Ómar tekið í Borgarnesi og nágrenni og segir Borgarnes vera afar vel í sveit sett til myndatöku af Norðurljósum. Af myndum hans má sjá að hann hefur næmt auga fyrir litbrigðum náttúrunnar og nær að kalla fram ævintýralega ljósadýrð á myndflötinn á þessum dimmasta tíma ársins.  

Samstarfsverkefni Tónlistarskólans og Safnahússins tengt borgfirskum skáldum er nú komið í fullan gang og er það í fjórða sinn sem það kemst til framkvæmda.  Verkefnið snýst um að hvetja ungt fólk til listsköpunar á grundvelli borgfirskra texta og þetta árið er það höfundarverk Snorra Hjartarsonar sem varð fyrir valinu. 

 

Snorri var fæddur á Hvanneyri árið 1906 og ólst upp á Ytri-Skeljabrekku og í Arnarholti. Hann tengist því víða inn í héraðið. Verkefnið fer þannig fram að nemendur skólans fá vinnuhefti með ljóðum Snorra í hendur og vinna svo að því að tónsetja þau undir handleiðslu kennara sinna.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árið 2016 er gengið í garð. Starfsfólk Safnahúss óskar öllum velunnurum safnanna alls góðs og þakkar stuðning og samvinnu á árinu sem leið.  Á árinu 2016 verða sýningar Safnahúss að miklu leyti helgaðar ljósmyndun sem listgrein í héraði og er fyrsta verkefnið á því sviði sýning sem Ómar Örn Ragnarsson opnar laugardaginn 23. janúar n.k. þar sem hann sýnir ljósmyndir af norðurljósum í nágrenni Borgarness.  Aðrir sem verða með sýningar á árinu eru Michelle Bird, Sigurjón Einarsson og Jón Rúnar Hilmarsson. Sýning Bjarna Guðmundssonar verður opin fram til 20. janúar, hún hefur hlotið afar góðar viðtökur og er fólk hvatt til að láta hana ekki framhjá sér fara. Þótt nýtt ár hafi nýjar áskoranir í för með sér verða grunnsýningar safnanna áfram á sínum stað, sjá má upplýsingar um þær með því að smella hér.